ÖRYGGIS- OG PERSÓNUVERNDARSTEFNA
FONS JURIS EHF.

Í gildi frá 15. júlí 2018.

Með þessari persónuverndarstefnu er greint frá hvernig Fons Juris ehf., kt. 460611-2450, Hlíðarsmára 10, 201 Kópavogi (hér eftir „Fons Juris” eða „félagið”) fer með skráningu, söfnun og vinnslu persónuupplýsinga notenda sinna og viðskiptavina sem nýta sér það efni sem Fons Juris býður upp á, á vefsvæði sínu, www.fonsjuris.is, www.fj.is eða öðrum vefsíðum í eigu félagsins. Fons Juris er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er að senda fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið fonsjuris@fonsjuris.is.

INNGANGUR
Fons Juris leggur mikla áherslu á að traust notenda og viðskiptavina félagsins sé í hámarki. Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að notkun persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og að hvers konar miðlun slíkra upplýsinga eigi sér aðeins stað með samþykki notenda eða í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf.Persónuupplýsingar sem Fons Juris vinnur með eru unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti gagnvart skráðum notendum. Þær eru fengnar í skýrt tilgreindum og lögmætum tilgangi og ekki unnar frekar á þann hátt að ósamrýmanlegt sé þeim tilgangi. Við tryggjum að persónuupplýsingar séu takmarkaðar við það sem nauðsynlegt er miðað við tilganginn með vinnslunni og varðveittar á því formi að ekki sé unnt að persónugreina skráða einstaklinga lengur en þörf er á miðað við tilganginn með vinnslu upplýsinganna.Fons Juris leggur áherslu á að upplýsa notendur sína um öryggismál og hvernig unnið er með persónuupplýsingar þeirra. Einnig lýsum við fyrir notendum hvernig þeir geti haft áhrif á það hvaða persónuupplýsingar séu notaðar og á hvaða hátt.Persónuverndarstefna þessi er í sífelldri endurskoðun og leggur Fons Juris áherslu á að vera alltaf að breyta og bæta stefnu sinni til þess að ströngustu kröfum sé ávallt fylgt.Hér að neðan er greint frá hvernig Fons Juris meðhöndlar persónuupplýsingar þínar, þ.e. skráningu, söfnun og vinnslu þeirra.

HVAÐ ERU PERSÓNUUPPLÝSINGAR?
Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráðan einstakling”). Nánar tiltekið er átt við upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.Eins og segir geta persónuupplýsingar verið t.d. nafn, kennitala, staðsetningargögn og netauðkenni en einnig farsímanúmer, netfang, vinnustaður eða skóli, debet- eða kreditkortanúmer og ip-tala, svo eitthvað sé nefnt.Persónuupplýsingar eru hins vegar ekki svokallaðar safnupplýsingar (e. aggregate data). Slíkar upplýsingar eru ópersónugreindar upplýsingar sem við söfnum um notkun, leitir og flettingar notenda svo eitthvað sé nefnt. Þessar upplýsingar er ekki hægt að rekja til tiltekins einstaklings og eru aðeins notaðar í tölfræðilegum tilgangi. Nánar tiltekið áskiljum við okkur rétt til þess að nýta upplýsingar um hvernig notendur okkar nýta sér þá þjónustu sem við bjóðum upp á og bera þær saman við upplýsingar hjá öðrum notendum til að viðhalda og bæta þjónustu okkar. Þetta er gert í því skyni að gera úrbætur á þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á og hjálpa okkur að skilja hvað það er sem notendur eru að leitast eftir þegar þeir nota kerfið okkar.

PERSÓNUUPPLÝSINGUM ER HALDIÐ Í LÁGMARKI
Fons Juris skráir, geymir og vinnur aðeins þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita þá þjónustu sem félagið býður upp á.Fons Juris geymir ekki greiðslukortaupplýsingar sem notendur gefa upp, en slíkar upplýsingar eru vistaðar í öruggum kerfum hjá fjármálastofnun.

HVAÐA GÖGN SÖFNUM VIÐ OG GEYMUM?
Fons Juris safnar eftirfarandi persónuupplýsingum um notendur sína:

  1. Nafn.
  2. Kennitala.
  3. Netfang.
  4. Að auki áskiljum við okkur þeim rétti að óska eftir farsímanúmeri notenda okkar og einnig vinnustað eða skóla ef það á við.
Fons Juris safnar eftirfarandi upplýsingum um notkun notenda á vefsíðu félagsins:
  1. Ip-tölur viðkomandi notanda.
  2. Þann vafra sem notandi notar til að nýta sér þjónustuna.
  3. Skrá um leitir notanda.
  4. Upplýsingar um flettingar notanda á vefsíðunni.
  5. Tímalengd innskráningar og flettingar notanda.
  6. Tími og dagsetning heimsóknar á vefsíðunni.
  7. Athugasemdir sem notandi kemur á framfæri til félagsins varðandi þjónustuna.
  8. Texti, skráningar, myndir, skjöl, hljóðskrár, myndskrár og annað það sem notandi færir inn í vefkerfi Fons Juris.
  9. Upplýsingalistar um þriðja aðila, svo sem nafn, netfang, símanúmer eða annað auðkenni.

HVERNIG SAFNAR FONS JURIS PERSÓNUUPPLÝSINGUM?
Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og þegar samþykki þitt er til staðar getum við sem ábyrgðaraðili safnað, skráð og unnið með persónuupplýsingar á nokkra vegu. Hér fyrir neðan eru helstu leiðir sem við getum nýtt okkur í tengslum við söfnun persónuupplýsinga.
Fons Juris safnar persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:

  1. Þegar þú nýskráir þig á vefsíðum okkar www.fonsjuris.is, www.fj.is eða öðrum vefsíðum í eigu félagsins.
  2. Þegar þú sendir okkur beiðni á öðrum vettvangi, t.d. með tölvubréf, símleiðis eða í gegn um samfélagsmiðla
  3. .
  4. Þegar fyrirtæki eða stofnun sendir okkur beiðni um að þú fáir notandaaðgang að vefsíðum okkar. Við munum þó alltaf biðja þig um að samþykkja vinnslu á persónuupplýsingum sem varða þig.
  5. Þegar þú kaupir vörur hjá okkur, t.d. bækur eða rit, á öðrum vefsíðum en www.fonsjuris.is sem eru í eigu félagsins.
  6. Þegar þú hefur samband við okkur, s.s. óskar upplýsinga, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni, með tölvubréfi, símleiðis eða með öðrum sambærilegum hætti.
  7. Framangreind upptalning er ekki tæmandi og getur tekið breytingum ef þjónusta sú sem Fons Juris býður upp á tekur breytingum.

ÁSTÆÐA GAGNASÖFNUNAR TIL AÐ VEITA ÞJÓNUSTU
Fons Juris leggur áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og er ávallt að breyta og endurnýja þá þjónustu til hins betra. Fons Juris getur nýtt sér upplýsingar um leitir, flettingar o.fl. til að t.d. bæta leitarniðurstöður sem kerfið sýnir þér og til að bera notkun þína saman við ópersónugreinanleg notkunarmynstur annarra notanda í tölfræðilegum tilgangi og til að bæta niðurstöður leita og annarrar virkni kerfisins. Þetta er gert til þess að við getum áttað okkur á því hvað sé algengt að notendur séu að leitast eftir þegar þeir nýta sér þjónustu okkar og hvar þarfir þeirra liggja. Þessar persónuupplýsingar eru þó aldrei gerðar opinberar eða veittar neinum utanaðkomandi aðila þannig að hægt sé að persónugreina þig sérstaklega nema að gildandi lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um annað.

VIÐHALD OG ÞRÓUN Á OKKAR ÞJÓNUSTUFons Juris greinir einnig notkun þína og hegðun á vefsvæðum okkar til að geta bætt og þróað þjónustuna enn frekar. Þessi greining felst m.a. í því að greina hvaða þætti þjónustunnar þú notar helst, hversu oft þú skráir þig inn, hvaðan þú skráir þig inn og með hvaða vafra og stýrikerfi.

ÁRANGURSMÆLINGAR/ÞJÓNUSTUMÆLINGAR
Fons Juris safnar upplýsingum um notkun og nýtingu á vefsíðum félagsins í þeim tilgangi að átta sig á því hvaða þættir þjónustunnar nýtast notendum best.

SAMSKIPTI VIÐ NOTENDUR
Fons Juris notar persónuupplýsingar meðal annars til að svara fyrirspurnum þínum og bregðast við óskum. Fons Juris gæti einnig nýtt upplýsingar af þessu tagi til þess að senda upplýsingar um þær vefsíður sem fyrirtækið heldur uppi og upplýsingar um breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum.
Fons Juris leggur áherslu á auðvelda og skilvirka þjónustu. Bæði viljum við geta upplýst þig um uppfærslur, nýjar endurbætur og aðrar mikilvægar breytingar á þjónustu okkar en einnig viljum við auðvelda þér samskipti við okkur ef þú skildir hafa athugasemdir eða eitthvað er ekki að nýtast á þann hátt sem skildi.
Við geymum upplýsingar um netföng notenda til að geta sent tölvubréf um uppfærslur og tilkynningar um vörur okkar og/eða þjónustu og auglýsingarefni/kynningarefni. Þegar við sendum þér slíkt tölvubréf mun þér bjóðast sá kostur að afskrá þig fyrir þess konar tilkynningum og munum við þá án tafar eyða netfangi þínu af þeim lista. Við munum þó ennþá halda utan um upplýsingar varðandi netfangið þitt vegna annarra ástæðna, svo sem vegna auðkenningar við innskráningu.
Við gætum einnig haldið upp á persónulegar upplýsingar í þeim tilvikum þegar þú kemur með athugasemdir til okkar. Við fögnum allri endurgjöf á þjónustu okkar og munum bregðast eins skjótt við og mögulegt er.

UPPLÝSINGUM ÞÍNUM ER EKKI DEILT EÐA MIÐLAÐ
Fons Juris deilir ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingunum þínum til utanaðkomandi þriðja aðila og gerir þær aldrei opinberar. Við gætum þó deilt eða gert opinberar tölfræðiskýrslur eða greiningar sem byggja á samantektum og ópersónulegum gögnum frá hópi notenda okkar.Ofangreint takmarkast við að félaginu berist lögmæt fyrirmæli frá opinberum yfirvöldum um að deila eða greina frá upplýsingum þínum.

AÐKOMA ÞÍN (NOTANDANS) AÐ UPPLÝSINGUM ER VARÐA ÞIG ANDMÆLARÉTTUR
Notandi eða skráður einstaklingur á rétt á því að andmæla hvenær sem er vinnslu persónuupplýsinga er varða hann sjálfan. Með því að senda póst á fonsjuris@fonsjuris.is getur þú greint frá andmælum þínum. Við munum taka andmælin til skoðunar og gera þér kunnugt um réttindi þín, þá sérstaklega rétt þinn til að fá aðgang að persónuupplýsingum og rétt þinn til leiðréttingar og eyðingar á persónuupplýsingum. Um þessi atriði verður fjallað hér í næstu köflum.

RÉTTUR ÞINN TIL AÐGANGS AÐ PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Þú sem notandi eða skráður einstaklingur, hefur rétt til að fá staðfestingu á því frá okkur hvort verið sé að vinna persónuupplýsingar sem varða þig. Ef þú villt nýta þér þennan rétt þinn munum við upplýsa þig um tilgang vinnslunnar, viðkomandi flokka persónuupplýsinga og hversu lengi við hyggjumst varðveita og vinna þær upplýsingar.
Þú sem notandi, átt einnig rétt á því að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsvaldi.

RÉTTUR TIL LEIÐRÉTTINGAR Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Ef persónuupplýsingar sem varða notanda eru rangar, villandi eða ófullkomnar mun Fons Juris sjá til þess að þær upplýsingar verði leiðréttar eða eftir atvikum við þær aukið ef umræddur annmarki getur haft áhrif á hagsmuni hins skráða notanda. Skal þetta gert að undangenginni ábendingu frá notanda ef slík ábending er við rök að styðjast.

RÉTTUR TIL EYÐINGAR Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Ef notandi ákveður að hætta að nota þá þjónustu sem Fons Juris býður upp á og gefur félaginu skýr fyrirmæli unm að eyða skuli notandareikningi sínum hjá Fons Juris mun fyrirtækið eyða öllum persónuupplýsingum sem verið hefur aflað án ótilhýðilegrar tafar, að svo miklu leyti sem félaginu er ekki skylt að halda eftir slíkum upplýsingum í bókhaldslegum tilgangi. Einnig mun persónuupplýsingum verða eytt ef hinn skráði notandi dregur til baka samþykkið sem vinnslan byggist á. Þetta á við um allar upplýsingar sem tengjast persónu notanda sérstaklega (svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, vinnustaður o.fl.).
Fons Juris mun að auki sjá til þess að persónuupplýsingum verði eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra eða annarri vinnslu þeirra.
Fons Juris mun þó ekki eyða persónuupplýsingum eða öðrum gögnum sem hafa verið gerðar ópersónugreinanlegar. Þetta á við þegar upplýsingar hafa verið skráðar um notkun þína og bornar saman við notkunarmynstur annarra notanda í tölfræðilegum tilgangi. Sjá um þetta kaflann að ofan um ástæðu gagnasöfnunnar. Upplýsingar af þessu tagi eru aðeins geymdar undir þessum kringumstæðum ef þær er ekki hægt að tengja við notanda með neinum hætti.

PERSÓNUUPPLÝSINGAR NOTENDA ERU EKKI NÝTTAR Á ÓLÖGMÆTAN, ÓÁBYRGAN, ÓÖRUGGAN EÐA ÓSIÐLEGAN HÁTT
Fons Juris mun ekki undir nokkrum kringumstæðum veita persónuupplýsingar notenda til þriðja aðila. Einnig mun félagið ekki láta samskiptaupplýsingar, t.d. netfang eða farsímanúmer, í té þriðja aðila.
Fons Juris áskilur sér þó heimild til að gera ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir sem notaðar geta verið annað hvort í viðskiptalegum tilgangi eða til þess að bæta þá þjónustu sem við veitum notendum okkar. Síðastgreint kann að vera gert með því að safna tæknilegum upplýsingum um notkun notenda, t.d. um tegund vafra, leitir, flettingar, tímalengd innskráningar eða flettingar o.fl., í þeim tilgangi að bæta þjónustuna eða láta notendur vita af hugsanlegum villum eða göllum sem geta komið upp í kerfinu.
Þrátt fyrir ofangreint áskilur Fons Juris sér rétt til að afhenda persónuupplýsingar til þriðja aðila ef það er áskilið samkvæmt lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum eða ef notandi hefur gefið ótvírætt samþykki sitt fyrir slíkri dreifingu eða miðlun.
Þegar notandi lokar eða eyðir aðgangi sínum á vefsíðu eða vefkerfi Fons Juris munum við án tafar eyða öllum þeim persónuupplýsingum sem viðkomandi hefur látið okkur í té.
Þessi persónuverndarstefna sem og notendaskilmálar okkar verður ávallt aðgengileg á heimasíðu Fons Juris.

SPURNINGAR OG AÐSTOÐ
Ef þú hefur spurningar í tengslum við þessa persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar getur þú haft samband við okkur í síma 571-5050 eða með því að senda okkur tölvubréf á fonsjuris@fonsjuris.is.

BREYTINGAR Á ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU
Vera má að breytingar verði gerðar á persónuverndarstefnu þessari og áskiljum við okkur rétt til að gera slíkar breytingar. Við munum upplýsa þig um slíkar breytingar í tölvubréfi eða með öðrum hætti og hvetjum við þig bæði til þess að fara ítarlega yfir þessa stefnu og breytingar sem gætu orðið á henni í framtíðinni.VEFKÖKUR
Vefsíður og vefkerfi í eigu Fons Juris nýta svokallaðar vafrakökur (e. cookies). Vefkökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru á tölvunni þinni. Slíkar skrár gefa okkur kost á að fylgjast með því hvernig þú notar vefsíður og vefkerfi okkar. Vefkökur eru nauðsynlegar t.d. til þess að geta auðkennt notendur í vefverslun eða í vefkerfi félagsins.Með notkun vefsíðna og vefkerfa Fons Juris veitir notandi samþykki sitt fyrir notkun vefkakna.

Við notum vefkökur
Vefur Fons Juris notar vefkökur m.a. til þess að safna upplýsingum um umferð á vefnum, til að bæta upplifun og vegna auglýsingabirtinga.

Cookie Settings

We use cookies to improve user experience. Choose what cookie categories you allow us to use. You can read more about our Cookie Policy by clicking on Cookie Policy below.

These cookies enable strictly necessary cookies for security, language support and verification of identity. These cookies can’t be disabled.

These cookies collect data to remember choices users make to improve and give a better user experience. Disabling can cause some parts of the site to not work properly.

These cookies help us to understand how visitors interact with our website, help us measure and analyze traffic to improve our service.

These cookies help us to better deliver marketing content and customized ads.