Bókin fjallar um uppbyggingu og hlutverk Félagsdóms, greinir sérstakar réttarfarsreglur sem gilda um dómstólinn og ber þær saman við hefðbundna réttarfarslöggjöf.
Bók þessi fjallar um ógildingarreglur samningaréttar og er afrakstur kerfisbundinnar greiningar á lögum og lagaframkvæmd á þessu mikilvæga sviði lögfræðinnar.
Eignaréttur I, er hið fyrsta í fyrirhugaðri þriggja binda ritröð höfunda um íslenskan eignarétt.
Í bókinni er einnig lýst á heildstæðan hátt þeim verkefnum sem stjórnvöld sinna og þeim stjórntækjum sem þau hafa til að framkvæma þau.
Umfjöllunarefni bókarinnar Málsmeðferð stjórnvalda eru þær réttarreglur sem gilda um það hvernig stofnað er til stjórnsýslumála, hvernig þau eru rannsökuð og hvernig ákvörðun er tekin í þeim.
Hrunréttur fjallar um verkefni Alþingis, stjórnvalda og dómstóla í kjölfar efnahagshrunsins sem varð á Íslandi haustið 2008.
Í Stefánsbók er einkum að finna greinar á sviði réttarfars, félagaréttar og Evrópuréttar. Söfnun á tabula gratulatoria vegna Stefánsbókar stendur til 3. september nk. Skráning fer fram hér á síðunni.
Í ritinu er með heildstæðum hætti gerð grein fyrir helstu reglum greinarinnar, en hinar íslensku reglur á þessu sviði hafa mikil tengsl við alþjóðlega samninga um mannréttindi og hafa sætt verulegum breytingum á undanförnum árum.
Ritið kortleggur reglur Evrópusambandsins á sviði bankaréttar, rekur sögulega þróun réttarsviðsins og skýrir jafnframt áhrif þeirra á íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins.
Ritið hefur að geyma skýringar við lög um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga, þ.e. lög nr. 77/2000, og byggir á 15 ára reynslu af beitingu þeirra og framkvæmd.
(Uppseld hjá útgefanda.)