Fons Juris

Framsækið nýsköpunarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni.

Fullkomið safn lögfræðilegra heimilda

Allir dómar Hæstaréttar, dómar héraðsdómstólanna, Félagsdóms og Landsdóms.

Álit Umboðsmanns Alþingis, reglugerðir, úrskurðir og ákvarðanir stjórnvalda, úrskurðar- og kærunefnda auk allra lagasafna frá árinu 1995.

Tölublöð Úlfljóts, Tímarits Lögfræðinga, Tímarits Lögréttu og margt fleira.

Stærsti gagnagrunnurinn og kraftmesta leitarvélin

Safnað hefur verið saman á einn stað miklu magni af gögnum, ekki einungis dómum, sem áður þurfti að afla frá fjölmörgum vefsíðum eða með ýmsum öðrum hætti og skilar ný og öflugri leitarvél nákvæmum niðurstöðum á örskotsstundu.

Evrópskur bankaréttur og áhrif hans á íslenskan rétt

eftir Arnald Hjartarson


Fyrir tilstilli EES-samningsins hefur íslensk löggjöf um starfsemi lánastofnana á borð við banka og sparisjóði verið samofin Evrópurétti í tæpan aldarfjórðung. Á þessu tímabili hefur evrópskur bankaréttur tekið miklum breytingum, en þetta á ekki síst við í kjölfar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem gerði fyrst vart við sig árið 2007 og komst í hámæli haustið 2008.
Ritið kortleggur reglur Evrópusambandsins á þessu sviði, rekur sögulega þróun réttarsviðsins og skýrir jafnframt áhrif þeirra á íslenskan rétt á grundvelli EES-samningsins. Áhersla er lögð á að útskýra samspil evrópsks bankaréttar og almennra reglna Evrópuréttarins, einkum um fjórfrelsið. Þá er gerð grein fyrir bankastarfsemi í sögulegu og hagfræðilegu samhengi. Loks er einnig fjallað um megindrætti fjármálaeftirlits og framkvæmd þess á Íslandi.


Persónuverndarlög, skýringarrit

eftir Sigrúnu Jóhannesdóttur


Ritið hefur að geyma skýringar við lög um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga, þ.e. lög nr. 77/2000, og byggir á 15 ára reynslu af beitingu þeirra og framkvæmd. Til að skýra einstök ákvæði laganna eru m.a. tekin dæmi úr daglegri framkvæmd Persónuverndar og ályktanir dregnar af þeim. Dæmin eru þó ekki aðeins sótt í smiðju Persónuverndar heldur einnig til evrópskra systurstofnana, einkum þeirrar dönsku. Þá er vitnað til fjölmargra dóma, bæði innlendra og erlendra. Ritinu er m.a. ætlað að nýtast þeim sem þekkja vilja rétt sinn og þeim sem beita lögunum í daglegum störfum sínum, einkum stjórnvöldum, dómurum og lögmönnum.