Í Stefánsbók er einkum að finna greinar á sviði réttarfars, félagaréttar og Evrópuréttar sem eru þau réttarsvið sem Stefán Már hefur lagt hvað mesta rækt við. Flestar greinar í ritinu eru á íslensku en einnig má finna greinar á ensku og dönsku. Lista yfir höfunda í ritinu, heiti greina þeirra ásamt stuttu yfirliti yfir menntun og núverandi starf þeirra er að finna hér neðar á síðunni.
Ritnefnd Stefánsbókar skipuðu þau Valtýr Sigurðsson formaður, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Björg Thorarensen, Eiríkur Tómasson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson. Þá aðstoðaði Valgerður Sólnes ritnefnd við útgáfuna. Stefánsbók var gefin út af Fons Juris ehf.