Ógildingarreglur samningaréttar

Bók þessi fjallar um ógildingarreglur samningaréttar og er afrakstur
kerfisbundinnar greiningar á lögum og lagaframkvæmd á þessu
mikilvæga sviði lögfræðinnar. Ætlunin er að ná heildstætt utan
um aðalatriði ógildingarreglnanna meðal annars með hliðsjón af
úrlausnum Hæstaréttar Íslands þar sem deilt hefur verið um gildi
samninga og annarra löggerninga. Umfjöllun bókarinnar er skipt
í megindráttum í tvennt. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað almennt
um ógildingarreglur samningaréttar. Tilgangur þeirrar umfjöllunar
er að varpa ljósi á ógildingarástæður samningaréttar í heild sinni
og gera efni bókarinnar aðgengilegra. Í seinni hlutanum eru
einstakar ógildingarástæður samningalaganna teknar til nánari
umfjöllunar.

Skráðu þig í bókaklúbbinn og fáðu ritið sent án sendingarkostnaðar.

Ritið fæst í vefverslun okkar.

Um Höfund

Ása Ólafsdóttir

Ása Ólafsdóttir er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 1996 og LL.M. gráðu frá Cambridge háskóla árið 2000. Ása var m.a. aðstoðarmaður dómsmálaráðherra frá 2009-2010 og hefur komið að gerð ýmissa frumvarpa á vegum stjórnvalda eftir hrunið.

Nánari upplýsingar

Bókin Ógildingarreglur samningalaga er tæplega 340 blaðsíður, prentuð á hágæða bókapappír og gefin út í harðspjaldi af Fons Juris útgáfu ehf. Bókin nýtist lögfræðingum og lögmönnum í störfum sínum ásamt þeim sem koma að gerð samninga. Þá er bókin einnig ætluð til kennslu.

Login

Reset Your Password