MÁLSMEÐFERÐ STJÓRNVALDA

Bókin Málsmeðferð stjórnvalda er hluti af ritröð á sviði lögfræði sem fjallar á heildstæðan hátt um almennar réttarreglur íslensks stjórnsýsluréttar. Höfundur bókarinnar er dr. juris Páll Hreinsson. Í bókinni fjallar Páll á skýran hátt um þær réttarreglur sem gilda um það hvernig stofnað er til stjórnsýslumála, hvernig þau eru rannsökuð og hvernig ákvörðun er tekin í þeim. Vikið er að mörgum mikilvægum reglum, s.s. um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnvalda, leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, rannsóknarreglu, andmælareglu, reglum um aðgang aðila máls að gögnum málsins og reglum um rökstuðning stjórnvaldsákvarðana o.fl. Þá er í bókinni vikið að þýðingu persónuupplýsingalaga við meðferð stjórnsýslumála. Sjónarhornið er samskipti borgaranna, þ.e. aðila málsins, og þess stjórnvalds sem fer með málið og tekur ákvörðun. Samhliða kemur út ritið Stjórnsýslukerfið eftir Trausta Fannar Valsson dósent.

Ritið fæst í vefverslun okkar.

Um höfund

Páll Hreinsson

Dr. jur. Páll Hreinsson er forseti EFTA dómstólsins og rannsóknarprófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Páll lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsgráðu frá sama skóla árið 2005. Páll var áður forseti Lagadeildar Háskóla Íslands og dómari við Hæstarétt Íslands. Þá liggja eftir Pál þrettán rit á sviði lögfræði ásamt fjölda ritrýndra greina.

Ritið fæst í vefverslun okkar.

Við mælum einnig með bókinni Stjórnsýslukerfinu

Bókin Stjórnsýsukerfið eftir Trausta Fannar Valsson hefur að geyma lögfræðilega lýsingu á stjórnsýslukerfinu, þ.e. á því hverjir fara með stjórnsýsluna, hvernig einstakar skipulagsheildir, stigveldi og yfirstjórn er almennt upp byggð innan kerfisins og hvernig má framselja vald frá einu stjórnvaldi til annars. Í bókinni er einnig lýst á heildstæðan hátt þeim verkefnum sem stjórnvöld sinna og þeim stjórntækjum sem þau hafa til að framkvæma þau. Má líta á hana sem inngang að almennum stjórnsýslurétti.

Login

Reset Your Password