Fyrirtækið


Fyrsta útgáfa Fons Juris var opnuð 15. september 2011 og urðu þá allir dómar Hæstaréttar Íslands aðgengilegir á rafrænu formi í fyrsta skipti. Vefkerfinu Fons Juris er ætlað að safna saman í einu leitarkerfi, öllum þeim heimildum á sviði lögfræði sem Fons Juris ehf. er unnt að fá aðgang að. Þá er því ætlað að auðvelda notendum úrvinnslu heimilda t.d með samtengingu og samþættingarmöguleikum gagna. Meginmarkmið kerfisins er að einfalda störf þeirra sem starfa við lögfræðileg viðfangsefni og uppfæra vinnuumhverfi þeirra sem fást við lögfræði, til jafns við það sem best þekkist erlendis. Stofnendur félagsins eru Einar Sigurbergsson, Sævar Guðmundsson og Jóhannes Eiríksson. Helstu eigendur félagsins eru Creditinfo Croup hf., Sævar Guðmundsson og Einar Sigurbergsson.

Almennar fyrirspurnir

571 5050
fonsjuris@fonsjuris.is

Bókhald/reikningar

527 2555
bokhald@fonsjuris.is Fjárhúsið bókhaldsþjónusta ehf.